Ráðgjöf

Fjárstýringarráðgjöf er meðal verkefna fyrirtækisins. Markmið okkar er að veita viðskiptavinum stuðning til að ná betri árangri í fjárstýringarmálum sem byggist á góðri reynslu, þekkingu, trausti og tengslum starfsmanna IFS. Besta leið til árangurs er að byggja á stefnufastri og markvissri fjárstýringu þar sem aukin þekking, betri bankatengsl og frumkvæði fjárstýringarfólks skipta hvað mestu máli. Áhersluþættir fjárstýringarráðgjafar IFS eru:

 • Stjórnunarráðgjöf – uppbygging og endurskipulagning fjárstýringar.
 • Fjárstýringarúttekt – lauslegt yfirlit, tillögur, mat á áhættuþáttum og aðferðum.
 • Áhættustýring – flokkun áhættu, útreikningar ( s.s. næmnigreiningar og  vágreining (VaR)), hagnýting og viðbrögð við áhættuþáttum.
 • Fjárstýringarstefna – skrifleg markmið, aðferðir og reglur.
 • Fjármögnun – skriflegt álit, ráðgjöf við fjármögnun eða IFS sem milliliður. 


 • IFS
 • Suðurlandsbraut 24
 • 108 Reykjavík
 • Sími: 533 4600
 • Fax: 533 4601
 • ifs@ifs.is