Greining

Greiningarþjónustan byggir á greiningarefni, greiningarfundum, sérverkefnum og aðgengi að sérfræðingum IFS.  Á margan hátt má líkja þessari þjónustu við útvistun á greiningarvinnu eða sem stuðningi við þá vinnu sem til staðar er.  Með þjónustusamningi fær viðskipavinur aðgengi að fullvaxinni greiningardeild og getur nýtt sér þjónustu hennar og sérsvið eftir eigin hentugleika.

Innan IFS Greiningar starfar öflugt teymi sérfræðinga við greiningu á efnahagsmálum, skuldabréfum, hlutabréfum, gjaldeyrismálum, vöxtum, hrávörum og ýmsum öðrum málum innanlands og erlendis. IFS vinnur jafnframt ýmsar sértækar greiningar fyrir sína viðskiptavini s.s. verðmöt fyrirtækja, áhættumöt og verðmöt afleiðusamninga, atvinnugreinaúttektir o.s.frv.


Greiningarnar eru kaupendadrifnar (e. buy-side) og áhersla lögð á sjálfstæði, óhæði og fagmennsku. Viðskiptavinir IFS Greiningar eru einkum fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóðir,  fjárfestingarfélög, fjárfestar og fyrirtæki.


Á forsíðu er hægt
að finna yfirlit um greiningarefni sem IFS Greining hefur unnið og látið sína viðskiptavini hafa. Til að fá fullt aðgengi að greiningum þarf að hafa samband við IFS. Greiningarefni er þó aðeins ætlað þeim sem eru með sérstakan greiningarþjónustusamning við IFS. 

  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is