Fjármál

Vanti rekstraraðila sérfræðiþekkingu eða álit á sviði fjárstýringar er IFS Ráðgjöf með fjölbreytta ráðgjöf, fjárstýringarkerfi og sveigjanlega útvistunarsamninga sem sniðnir eru að þörfum viðskiptavina. Lagður er metnaður í að veita góða þjónustu sem byggir á nýjum hugmyndum og bestu starfsháttum. Kapp er lagt á að fylgjast vel með því sem efst er á baugi hverju sinni og er útgáfa tímaritsins Fjárstýringar liður í þeim tilgangi að miðla fróðleik á því sviði, s.s. um erlendar ráðstefnur, greinar, ásamt því að eiga skoðanaskipti við erlenda ráðgjafa.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða öflugu neti erlendra og innlendra sérfræðinga á sviði fjárstýringarmála sem eru tilbúnir til aðstoðar eftir því sem þörf krefur. Þess vegna getur IFS með stolti boðið fyrirtækjum að velja á milli fjölbreyttra þjónustuflokka sem bjóða uppá sérsniðnar lausnir, sem byggðar eru á samanburði við bestu starfshætti sambærilegra fyrirtækja jafnt hér á landi sem erlendis. Þjónustan skiptist í fjóra megin flokka:

  • Ráðgjöf (m.a. Áhættumat, Fjárstýringarstefna, Fjárstýringarúttekt)
  • Kerfi
  • Útvistun
  • Fjármögnun

  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is