FjárVinnsla

FjárVinnsla fyrir rekstraraðila

FjárVinnsla Fyrirtækja er ný þjónusta sem IFS býður rekstraraðilum. Tilgangur hennar er að auðvelda fyrirtækjum allt umstang vegna bakvinnslu og uppgjörs þeirra þátta sem snúa að fjárstýringu þeirra.

Með þessari þjónustu fá fyrirtæki þá skýrslugjöf og bókanaskrár sem þau þurfa á að halda á réttum tíma. Skýrslugjöfin miðar að því að veita þeim heildarsýn á áhættuþætti, sjóðsstreymi og fjárhagslegar breytingar. Stjórnendur fjármála í fyrirtækjum þurfa því ekki að eyða dýrmætum tíma í bakvinnsluþáttinn heldur geta einbeitt sér að meira virðisskapandi verkefnum fyrir fyrirtækin eins og nákvæmari áhættustýringu, öflugri lausafjárstýringu og bættri fjármagnsskipan. Öll gögn eru vistuð í þar til gerðum gagnagrunnskerfum og verður því vinnsla þessara þátta rekjanleg og gegnsæ auk þess sem minni villuhætta skapast og hraði heilstæðrar upplýsingagjafar færist í rauntíma.

Með FjárVinnslu taka fyrirtæki jafnframt upp aðferðafræði sem byggir á alþjóðlegum stöðlum um bestu starfshætti. Þannig gefst jafnframt tækifæri til að fara yfir verklag og tryggja sem best að það virki eins og það á að virka. Einkunnarorð þjónustunnar eru: EINFALT – ÖRUGGT – ÁRANGUR

Hugsanlega getur þessi þjónusta einnig verið liður í að hjálpa fyrirtækjum við að bæta lánshæfi sitt sem gæti skilað sér í bættum kjörum.

Vinsamlegast hafið samband við okkur til að fá meiri upplýsingar.
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is