Fjármögnun

Fjármögnun rekstraraðila getur oft verið snúið verkefni. Í þeim efnum er að mörgu að hyggja sem getur skipt lántaka miklu máli er fram líða stundir. Mikilvægt er því að lántaki sé vel undir slíkt búinn og geti staðið viðsemjendum jafnfætis er varðar þekkingu á fjármögnunarleiðum, markaðsaðstæðum og samkeppni á markaði. IFS býr yfir mikilli þekkingu, reynslu og tengslum er lúta að fjármögnun innanlands og erlendis.

IFS Ráðgjöf býður viðskiptavinum sínum ýmsa þjónustu er snýr að fjármögnun m.a.:

  • Sérfræðiálit á hentugustu leiðum til fjármögnunar, markaðsaðstæðum og væntingum um kjör og lánavilja,
  • Óháður ráðgjafi við fjármögnun innanlands sem erlendis. Í því fellst meðal annars að velja fjármögnunarleið og lánastofnun, aðstoða við samninga um verð og skilmála ásamt því að útbúa kynningargögn og aðstoða við yfirlestur og frágang viðskipta.
  • Milliliður í leit að fjármagni. IFS nýtir sitt tengslanet til að finna áhugasama lánveitendur til að bjóða í fjármögnun lántaka. Slíkt gæti í mörgum tilfellum aukið breidd tilboða verulega.

Eins og gefur að skilja eru bankar alltaf fúsir og áhugasamir um að gefa ráð í tengslum við þær fjármálaafurðir sem þeir selja og er fjármögnun tvímælalaust þar á meðal. Eðli málsins samkvæmt er ekki víst að allir bankar geti boðið hagkvæmustu lausn á hverjum tíma. Í mörgum tilvikum getur því verið gagnlegt fyrir lántaka að fá óháða utanaðkomandi aðila, eins og IFS, til ráðgjafar um bestu lausn. 

  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is