Atburður

24. mar. 2014

Fjármáladagurinn 2014 - 4. apríl í Hörpu

Fjármáladagurinn 2014, ráðstefna um fjármál fyrirtækja, verður haldinn í Hörpu 4. apríl nk. 

Þema ráðstefnunnar er tækifæri og áskoranir framundan.  Hægt er að nálgast frekari upplýsingar inná http://fjarmaladagurinn.is/ .

Tilgangur dagsins er þríþættur. Í fyrsta lagi er boðið upp á vandaða fyrirlestra og umræður, í öðru lagi samskipti og fundi við þjónustuaðila í gegnum kynningarbása og í þriðja lagi verður þetta vettvangur fyrir fjármálastjóra og annað fjármálafólk að hittast, ræða málin og eiga ánægjulegan dag.

Miðasalan er hafin inná vefsíðu ráðstefnunnar .  Einnig er hægt að senda póst á ifs@ifs.is eða hringja og taka frá miða í síma 533-4600.  Forsala verður fram á föstudaginn 28.mars.

Skipuleggjendur eru IFS og Háskólinn í Reykjavík.  Aðal styrktaraðilar eru Arion banki og Icelandair Group. Aðrir bakhjarlar eru Landsbankinn, Bloomberg, Ernst & Young, Landsvirkjun og Capacent

Fylgið okkur á Twitter: https://twitter.com/Fjarmaladagur
@Fjarmaladagur

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is