Atburður

20. feb. 2013

Íslenski fjárstýringardagurinn. Ráðstefna um fjárstýringu fyrirtækja.

IFS og Háskólinn í Reykjavík standa fyrir ráðstefnu um fjármál fyrirtækja þann 8. mars næstkomandi. Ráðstefnan ber heitið „Íslenski fjárstýringardagurinn“ og eins og nafnið ber með sér verðu einblínt á þá þætti sem snúa að áhættu og fjárstýringu. Reynt er að líkja eftir sambærilegum ráðstefnum erlendis.

Innlendir og erlendir fyrirlesarar verða með fróðleg erindi og miðla af reynslu sinni. Jafnframt verða um 15 þjónustufyrirtæki með kynningarbása yfir daginn. Að endingu er þetta kjörið tækifæri til að efla tengsl við kollega.

Nú þegar hafa um 100 manns skráð sig þannig að við hvetjum áhugasama til að gera ráðstafanir sem fyrst meðan sæti eru laus. Forsala er út febrúar.

Þessi ráðstefna er ætluð þeim sem koma að fjármálastjórn fyrirtækja, stofnanna og rekstraraðila hvort sem er fjármálastjóri, starfsfólk fjárstýringar, framkvæmdastjóri eða stjórnarmenn. Einnig er hún ætluð starfsfólki fjármálafyrirtækja, endurskoðendum, ráðgjöfum og öðrum sérfræðingum.

Aðalstyrktaraðilar eru Arion banki, Eimskip og Actavis.

Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu og á heimasíðu ráðstefnunnar: www.fjarstyringardagurinn.is

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is