Atburður

29. ágú. 2012

Jóhann Viðar Ívarsson til liðs við IFS Greiningu

 Jóhann Viðar Ívarsson til liðs við IFS Greiningu

IFS hefur fengið góðan liðsauka í hópinn. Jóhann Viðar Ívarsson hefur hafið störf hjá fyrirtækinu. Mun hann fyrst og fremst einbeita sér að hlutabréfagreiningum og tengdum verkefnum og sinna tengslum við viðskiptavini. Jóhann er reynslumikill fjármálamaður og hefur jöfnum höndum unnið á fjármálamarkaði og í akademíunni um árin. Frá árinu 2009 hefur hann unnið sjálfstætt við ráðgjöf, m.a. með IFS Greiningu, og sinnt háskólakennslu í fjármálafræðum. Jóhann hefur áður m.a. unnið við eignastýringu hjá Landsbankanum, fyrirtækjaverkefni hjá IFS og verðbréfamiðlun og fyrirtækjaráðgjöf hjá Kaupþingi. Á háskólastiginu hefur Jóhann m.a. kennt námskeið í fyrirtækjafjármálum, verðmati fyrirtækja, samvali eigna og sjóðastýringu í BS, MBA og verðbréfamiðlunarnámi. Jóhann er með MBA próf frá Warwick Business School í Bretlandi, framhaldspróf í hagfræði frá Londons School of Economics, BA gráðu frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfamiðlun. Við bjóðum Jóhann hjartanlega velkominn í hópinn.

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is