Efni

22. jún. 2016 - 08:41

Morgunpoóstur 22. júní 2016

Seðlabanki Íslands birti niðurstöðu gjaldeyrisútboðsins, sem haldið var þann 16. júní s.l., í gær. Með fyrirvara um endanlegt uppgjör bárust alls 1.646 tilboð og var 1.619 tilboðum tekið. Ákvað var að taka öllum tilboðum sem bárust á genginu 190 krónur á hverja evru eða lægra. Fjárhæð samþykktra tilboða nam rúmlega 72 mö.kr. af tæplega 178 ma.kr. sem boðnar voru í útboðinu. Gjaldeyrisforði SÍ minnkar um rúmlega 47 ma.kr. í kjölfar útboðsins. Var þetta heldur minna útboð en IFS hafði reiknað með m.v. það magn aflandskróna sem átti að losa í þessu útboði. Sagði seðlabankastjóri í kvöldfréttum RÚV í gær að það væri alveg ljóst að frekar stórir aflandskrónueigendur hafa annað hvort ekki tekið þátt eða boðið gengi sem SÍ gat ekki fallist á. Vegna þess hversu stór hluti aflandskrónueigna fór ekki í gegnum útboðið hefur SÍ boðist til að kaupa þær aflandskrónueignir sem ekki voru seldar í útboðinu á 190 kr. á hverja evru. Gildir tilboðið til kl. 10.00 mánudagsins 27. júní n.k. Óvíst er hvort þeir aflandskrónueigendur sem ekki tóku þátt í útboðinu eða tilboðum þeirra var hafnað munu láta reyna á ákveðna lagaóvissu í þessu máli...

Til þess að sjá alla fréttina þarftu að vera áskrifandi.
Gerast áskrifandi
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is