Atburður

16. apr. 2012

IFS og Háskólinn í Reykjavík gera samstarfssamning

IFS og viðskiptadeild HR hafa gert með sér samstarfssamning sem mun styðja IFS í að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Stefnt er á að  halda sameiginlegar ráðstefnur og málstofur á sviði fjármálafræða. Stofnaður verður faghópur beggja aðila sem fjallar um álitaefni sem upp koma í tengslum við fjármálafræði, hvort sem þau eru af akademískum og hagnýtum toga. IFS telur að slíkur faghópur / ráðgjafahópur muni styrkja enn frekar óháða og sjálfstæða greiningarvinnu ásamt því að þróa enn betur þá aðferðafræði sem notuð er. 

Fréttatilkynning HR:  Tilkynning HR


IFS og viðskiptadeild HR gera samstarfssamning

16.4.2012

IFS, þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármála og greininga, og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um vöxt og viðgang kennslu og rannsókna á sviði fjármála við HR. Markmið samningsins er að efla fjármálafræði sem fag á Íslandi.

Í samstarfssamningnum felst m.a. að IFS styrkir kennslu og rannsóknir á sviði fjármála í viðskiptadeild HR, bæði með beinni aðkomu að kennslu og rannsóknum, en jafnframt með fjárstuðningi. IFS mun jafnframt styrkja tvo nemendur til meistaranáms í fjármálafræðum við HR. Nemendur munu einnig eiga þess kost að vinna að lokaverkefnum í samstarfi við IFS.

IFS og viðskiptadeild HR munu að auki halda sameiginlegar ráðstefnur og málstofur á sviði fjármálafræða. Stofnaður verður faghópur beggja aðila sem fjallar um álitaefni sem upp koma í tengslum við fjármálafræði, hvort sem þau eru af akademískum og hagnýtum toga.

Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík; „Við fögnum þessum áfanga mjög. Samstarfið við IFS mun efla kennslu og rannsóknir í fjármálafræðum á Íslandi, auk þess að tengja nám í fjármálafræðum við HR enn frekar við atvinnulífið.”

Ólafur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri IFS; „Samningurinn er afar ánægjulegur og kemur til með að tryggja enn betur fagmennsku og sjálfstæði greiningarvinnu IFS.  Það verður því mikill styrkur og  öryggi að vera í samstarfi við HR og vonandi verður það gagnkvæmt, því  öll tenging háskóla og fyrirtækja gerir  nám hagnýtara.”
 
Viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík býður upp á alþjóðlegt viðskiptanám í hæsta gæðaflokki, meðal annars með samstarfi við marga af öflugustu viðskiptaháskólum í heimi. Nýlega fékk viðskiptadeild tvær alþjóðlegar vottanir á námi deildarinnar en það er í fyrsta sinn sem háskólanám á Íslandi fær slíka vottun. B.Sc.-nám viðskiptadeildar hlaut EPAS-vottunina, sem er veitt af European Foundation for Management Development (EFMD) og MBA-námið hlaut vottun samtakanna Association of MBA's (AMBA), en þau eru ein virtustu samtök sinnar tegundar í heiminum.

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is