Atburður

30. apr. 2010

IFS greinir færeysk hlutabréf

VMF (Verðbréfamarkðurinn í Færeyjum) hefur gert samning við IFS Ráðgjöf um greiningu á hlutabréfum þeirra færeysku hlutafélaga sem skráð eru á Nasdaq OMX á Íslandi. Þessi félög eru Føroya Banki, Eik Banki, Atlantic Airways og Atlantic Petroleum. Tilgangur samningsins er að veita fjárfestum betra innsæi og þekkingu á fjárfestingu í þessum félögum með óháðri og faglegri greiningu. Einnig er markmið samningsins að auka sýnileika Færeyskra félaga í Kauphöllinni, en þau eru nú orðin mikilvægur hluti hennar.

IFS er óháð og sjálfstætt starfandi fjármála og greiningarfyrirtæki. Viðskiptavinir þess eru fjármálafyrirtæki, fjárfestar og fyrirtæki. Hjá félaginu starfar öflugur hópur sérfræðinga með langa og góða reynslu af fjármálamarkaði, greiningum og fjármálum fyrirtækja.

Malan Johansen, VMF:
VMF er ánægt með að hafa náð samningum við IFS um að veita bæði fjárfestum og almenningi aðgang að óháðri og faglegri greiningu á færeyskum félögum skráðum á hlutabréfamarkað á Íslandi. Það er von okkar að þetta muni opna augu fjárfesta fyrir möguleikunum sem felast í því að fjárfesta í færeyskum hlutabréfum.

Haraldur Yngvi Pétursson, IFS:
„Það er mjög ánægjulegt að samningur hafi náðst við VMF um greiningu færeysku félaganna í Kauphöllinni. Þessi félög hafa ekki fengið mikla athygli frá íslenskum fjárfestum og lítið verið um þau fjallað hér á landi, allt frá skráningu þeirra á sínum tíma. Það er okkur því ánægja að geta tekið þátt í því að auka faglega umfjöllun um þá fjárfestingarkosti sem í boði eru á markaðinum og auka með því þjónustuna við bæði núverandi og framtíðar viðskiptavini. Við teljum að fagleg og óháð greining sé stór þáttur í endurreisn fjármálamarkaða á Íslandi og við hyggjumst leggja okkar að mörkum í þeirri endurreisn sem fyrir höndum er.“

Ensk útgáfa:

IFS covers Faroese equities

VMF (The Faroese Securities Market) has signed an agreement with IFS Research where IFS takes up coverage of the Faroese companies listed on the Nasdaq OMX market in Iceland. These companies are Føroya Banki, Eik Banki, Atlantic Airways and Atlantic Petroleum. The aim is to give investors better insight and knowledge of those companies through independent and professional research. It is further the aim to increase the visibility of the Faroese companies on the stock exchange, especially as they are now an important part in terms of market cap.

IFS is an independent financial and research firm. It‘s customers are financial firms, investors, institutions and various companies. IFS builds on a strong team of experts with significant experience from financial markets, research and corporate finance.

Malan Johansen, VMF:
“VMF is very satisfied with the agreement with IFS, which provides both investors and the public with access to independent and professional coverage of the Faroese listed companies. Hopefully this will open the eyes of potential investors to the possibilities that lie in investments in Faroese shares.”

Haraldur Yngvi Pétursson, IFS:
„ We are pleased that we have signed an agreement with VMF concerning the coverage of the Faroese companies listed in Iceland. These companies have drawn limited attention from Icelandic investors and have stayed shy of the spotlight, ever since they were listed. It is a pleasure to support the professional discussion around the investment opportunities available in the market and to be able to increase the level of service to our current and future customers. We believe that professional and independent research will play an important part in building up financial markets in Iceland anew and we aim to play a central role in that process“.

 

Til baka
  • IFS
  • Suðurlandsbraut 24
  • 108 Reykjavík
  • Sími: 533 4600
  • Fax: 533 4601
  • ifs@ifs.is